Rútufélög í Skógarhlíð fá frest til að andmæla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Rútuumferðin til og frá Skógarhlíð 10 angrar íbúa í Eskihlíð allan sólarhringinn að þeirra sögn. Fréttablaðið/Stefán Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Rútufyrirtæki sem reka samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10 hafa ekki starfsleyfi til þess, segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Byggingarfulltrúi skoðar mögulegar óleyfisframkvæmdir á bílaplani lóðarinnar. „Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirlitinu hefur Airport Direct ekki starfsleyfi heilbrigðisnefndar til að starfrækja samgöngumiðstöð að Skógarhlíð 10,“ segir í svari skrifstofu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur til íbúa í Eskihlíð 10 sem ósáttir eru við rekstur nýju rútumiðstöðvarinnar. Mögulegur óleyfilegur rekstur samgöngumiðstöðvar er sagður „í ferli“ hjá heilbrigðiseftirlitinu. „Ef rekstur er hafinn án þess að tilskilin leyfi liggi fyrir þá er oftar en ekki heimild í lögum til þess að bregðast við með beitingu þvingunarúrræða til þess að knýja aðila til þess að fara að reglum,“ segir í bréfinu. Stjórnvöld séu bundin meðalhófsreglu sem feli í sér að fara ekki harðar í sakirnar en tilefni er til.„Ef ljóst er að tilskilin leyfi fáist, þá er almennt ekki gripið til íþyngjandi úrræða eins og að stöðva resktur, nema sérstaklega brýnir hagsmunir séu í húfi.“Auk þess sem starfsleyfi er sagt skorta segir skipulagssviðið að innkeyrslur á lóðina virðist ekki í samræmi við skipulag. „Mögulega er um óleyfisframkvæmd að ræða. Skilmáladeild byggingarfulltrúa Reykjavíkur hefur verið upplýst um það,“ segir í bréfinu. Undirstrikað er þó sem komið hefur fram að skipulag svæðisins komi ekki í veg fyrir rekstur samgöngumiðstöðvar á lóðinni. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir heilbrigðiseftirlitið nú skoða hvaða fyrirtæki, sem skráð eru í Skógarhlíð 10, séu mögulega að reka samgöngumiðstöð eða með annan rekstur sem sé starfsleyfisskyldur og án leyfa. „Öllum fyrirtækjum sem þetta gæti mögulega átt við hefur verið skrifað og bent á að slíkan rekstur megi ekki stunda á staðnum án tilskilinna leyfa auk þess sem um allan rekstur gilda ákvæði reglna um hávaða og ónæði. Viðkomandi fyrirtækjum var veittur andmælaréttur og eins leiðbeint með kæruleiðir,“ segir Jón Halldór. Gissur Páll Gissurarson, einn íbúanna í Eskihlíð, telur tafir á málsmeðferðinni kunna að gagnast rútufyrirtækjunum. „Ég óttast að þessi tími sem þeir hafa til að hnýta lausa enda sé nýttur til að þvinga fram leyfi,“ segir Gissur Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00 Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00
Rútumiðstöð ekki í bága við skipulag Samgöngumiðstöð rútufyrirtækja við Skógarhlíð 10 stangast ekki á við skipulag. 21. júní 2018 06:00
Eftirlitinu hafa borist kvartanir „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er“ 13. júní 2018 06:00