Haraldur gleymdist við útskriftarathöfn hjá HÍ Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Haraldur Sigþórsson átti ekki góðan útskriftardag. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Haraldur Sigþórsson verkfræðingur segist niðurlægður og hafa sárnað mjög að Háskóli Íslands gleymdi honum við útskrift úr kvikmyndafræði við skólann síðastliðinn laugardag. „Mannleg mistök,“ segir forseti Hugvísindasviðs. Haraldur er doktor í verkfræði. Líf hans breyttist töluvert eftir að hann þurfti að venja sig við að nota hjólastól. „Mig langaði að prufa eitthvað nýtt og þessi litla endurmenntun vatt upp á sig með því að ég kláraði kvikmyndafræði til BA-prófs. Langaði að auðga andann með því að viða að mér þekkingu í hugvísindum ofan á verkfræðina,“ segir Haraldur. „En útskriftin var algjört klúður,“ segir hann. „Þeir sem eru í hjólastól eða þurfa aðstoð fá aðstoð við að komast upp ramp og skella sér svo inn í röðina með hinum kandídötunum. Ég er þarna kominn upp á svið og svo er ég ekkert lesinn upp með hinum,“ segir Haraldur.Jón Atli Benediktsson háskólarektor bað Harald Sigþórsson afsökunar.Kristinn Ingvarsson„Ég sit þarna eins og ég hafi ekkert verið að útskrifast. Ég þurfti því eiginlega að grípa fram í þegar átti að fara að byrja á að útskrifa listfræðinemana,“ segir hann. „Svo var nafnið mitt lesið upp og mér bara rétt eitthvað annað en prófskírteini til að þetta liti betur út.“ Haraldur segir þetta hafa verið niðurlægjandi lífsreynslu. „Ég mæti yfirleitt ekki í svona. Í þessu tilfelli var ég hins vegar búinn að gera allar þær ráðstafanir sem ég gat, senda tvo tölvupósta á sviðið til að tryggja að allt yrði í lagi. Svo bara varð þetta ekkert í lagi. Mig langaði helst að fara strax í burtu og yfirgefa samkomuna en það var erfitt því ég átti pantaðan bíl klukkutíma seinna. Venjulega hefði ég komið mér út strax.“ Guðmundur Hálfdánarson, forseti Hugvísindasviðs HÍ, segir þetta mannleg mistök. „Nafn hans gleymdist og við hörmum það. Starfsmaður sviðsins hafði samband við hann seinna um daginn og afhenti honum rétt prófskírteini og útskýrði fyrir honum mistökin,“ segir Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu nálægt Nesdal Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Nærri 2.000 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag Háskóli Íslands brautskráir í dag nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi við tvær athafnir sem fara fram í Laugardalshöll. 23. júní 2018 09:30