Cristiano Ronaldo og Leo Messi geta mæst í átta liða úrslitunum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2018 10:30 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu tryggðu sér í gær sæti í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi daginn eftir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu sér úti um farseðilinn sinn í útsláttarkeppni HM 2018. Báðar þjóðir voru hársbreidd frá því að falla úr keppni og á lokamínútum hefði mark frá Íran og mark frá Íslandi geta séð til þess að enginn Cristiano Ronaldo eða Lionel Messi yrðu meira með á HM. Portúgal slapp með skrekkinn á móti Íran og Argentína fékk góða hjálp frá Króötum sem skoruðu úr skyndisókn á móti íslensku strákunum. Þetta þýðir að Argentína mætir Frakklandi í sextán liða úrslitum á laugardaginn og Portúgal spilar við Úrúgvæ. Það er hinsvegar afar freistandi að horfa aðeins lengra. Vinni Argentínumenn og Portúgalar leiki sína í sextán liða úrslitum þá myndu Argentína og Portúgal mætast í átta liða úrslitunum. Sá leikur færi fram í Nizhny Novgorod föstudaginn 6. júlí og yrði fyrsti leikur átta liða úrslitanna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um hnossið besti knattspyrnumaður heims undanfarin áratug og þeir hafa mæst mörgum sinnum með félagsliðum sínumm, Barcelona og Real Madrid. Mætist þeir í átta liða úrslitunum á HM í Rússlandi eftir níu daga þá yrði það í fyrsta sinn sem þeir mætast með landsliðum sínum á heimsmeistaramóti. Portúgalar komust ekki upp úr sínum riðli á HM 2014 og liðin gátu því aldrei mæst í þeirri keppni.If Argentina beat France and Portugal beat Uruguay Leo Messi and Cristiano Ronaldo will face each other in #WorldCup quarter-final. The internet will break if that happens. pic.twitter.com/cvBG9HFa7h — Football Memes (@FootballMemesCo) June 27, 2018 Þeir Ronaldo og Messi áttu möguleika á því að mætast í undanúrslitum á HM í Suður-Afríku 2010 en lið þeirra komust hvorg þangað. Spánn sló Portúgal út úr sextán liða úrslitunum og Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitunum. Báðir voru þeir Cristiano Ronaldo og Leo Messi með á HM í fyrsta sinn þegar keppnin var haldi í Þýskalandi 2006. Þá hefðu lið ekki geta mæst fyrr en í úrslitaleiknu. Portúgal tapaði á móti Frakklandi í undanúrslitunum en Argentína datt út á móti Þýskalandi í átta liða úrslitum. Það er því ekkert skrýtið að suma sé farið að dreyma um þennan leik á milli Argentínu og Portúgal nú þegar þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru mögulega að keppa á sínu síðasta heimsmeistaramóti.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira