Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 18:25 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gagnvart 20 mánaða barni sem var í umsjá hennar haustið 2016. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, staðfestir í samtali við Vísi að konan hafi verið dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Konan neitaði sök í málinu en dómurinn taldi sannað að hún hefði gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var hún einnig dæmd fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gagnvart barni.Uppfært klukkan 19:04: Í sjónvarpsfréttum RÚV var nánar fjallað um málið. Þar kom fram að konan hefði starfað áfram sem dagforeldri í sex mánuði eftir að málið kom upp haustið 2016 en hún lét af störfum í apríl í fyrra. Hún hafði þá starfað sem dagmóðir í rúm átta ár en áður en málið sem hún var dæmd fyrir kom upp höfðu aldrei borist neinar kvartanir vegna starfa hennar. Auk hins skilorðsbundna dóms var konan dæmd til að greiða hálfa milljón í miskabætur. Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gagnvart 20 mánaða barni sem var í umsjá hennar haustið 2016. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, staðfestir í samtali við Vísi að konan hafi verið dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Konan neitaði sök í málinu en dómurinn taldi sannað að hún hefði gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var hún einnig dæmd fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gagnvart barni.Uppfært klukkan 19:04: Í sjónvarpsfréttum RÚV var nánar fjallað um málið. Þar kom fram að konan hefði starfað áfram sem dagforeldri í sex mánuði eftir að málið kom upp haustið 2016 en hún lét af störfum í apríl í fyrra. Hún hafði þá starfað sem dagmóðir í rúm átta ár en áður en málið sem hún var dæmd fyrir kom upp höfðu aldrei borist neinar kvartanir vegna starfa hennar. Auk hins skilorðsbundna dóms var konan dæmd til að greiða hálfa milljón í miskabætur.
Lögreglumál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira