Dagmóðir dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 18:25 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gagnvart 20 mánaða barni sem var í umsjá hennar haustið 2016. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, staðfestir í samtali við Vísi að konan hafi verið dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Konan neitaði sök í málinu en dómurinn taldi sannað að hún hefði gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var hún einnig dæmd fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gagnvart barni.Uppfært klukkan 19:04: Í sjónvarpsfréttum RÚV var nánar fjallað um málið. Þar kom fram að konan hefði starfað áfram sem dagforeldri í sex mánuði eftir að málið kom upp haustið 2016 en hún lét af störfum í apríl í fyrra. Hún hafði þá starfað sem dagmóðir í rúm átta ár en áður en málið sem hún var dæmd fyrir kom upp höfðu aldrei borist neinar kvartanir vegna starfa hennar. Auk hins skilorðsbundna dóms var konan dæmd til að greiða hálfa milljón í miskabætur. Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Dagmóðir á höfuðborgarsvæðinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot á barnaverndarlögum gagnvart 20 mánaða barni sem var í umsjá hennar haustið 2016. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna en fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, staðfestir í samtali við Vísi að konan hafi verið dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Konan neitaði sök í málinu en dómurinn taldi sannað að hún hefði gerst sek um brot gegn 2. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga sem fjallar um sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá var hún einnig dæmd fyrir brot gegn 98. grein barnaverndarlaga sem fjallar um brot umsjáraðila gagnvart barni.Uppfært klukkan 19:04: Í sjónvarpsfréttum RÚV var nánar fjallað um málið. Þar kom fram að konan hefði starfað áfram sem dagforeldri í sex mánuði eftir að málið kom upp haustið 2016 en hún lét af störfum í apríl í fyrra. Hún hafði þá starfað sem dagmóðir í rúm átta ár en áður en málið sem hún var dæmd fyrir kom upp höfðu aldrei borist neinar kvartanir vegna starfa hennar. Auk hins skilorðsbundna dóms var konan dæmd til að greiða hálfa milljón í miskabætur.
Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira