Þurfum að breyta kerfinu svo að fólk búi ekki við sára fátækt sighvatur@frettabladid.is skrifar 30. júní 2018 08:30 Öryrkjar mótmæltu slæmum kjörum sínum við setningu Alþingis í desember. Margir lífeyrisþegar fá skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Þingmaður VG segir aðkallandi að taka á vanda þessa hóps. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
„Þetta er sá hópur lífeyrisþega sem býr við hvað mesta fátækt og það er að fjölga í hópnum,“ segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, um þá lífeyrisþega sem fá skertar greiðslur úr almannatryggingum vegna fyrri búsetu erlendis. Í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, við fyrirspurn Steinunnar Þóru kemur fram að á síðasta ári hafi rúmlega 3.000 lífeyrisþegar fengið skertar greiðslur vegna fyrri búsetu erlendis. Ellilífeyrisþegar voru 1.762, örorkulífeyrisþegar 1.330 og endurhæfingarlífeyrisþegar 82. Af þessum rúmlega 3.000 lífeyrisþegum voru um 1.800 búsettir á Íslandi. „Ástæða fyrirspurnarinnar er sú að það er mjög mikilvægt að kortleggja þennan hóp. Það skiptir máli að vita fjöldann til að hægt sé að reyna að breyta kerfinu þannig að fólk þurfi ekki að búa við sára fátækt vegna þess að það hefur starfað hluta ævinnar erlendis.“Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VGSteinunn Þóra segir þetta hóp sem búi við mjög kröpp kjör. Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Íslands eru dæmi um að einstaklingar hafi allt niður í 80 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Alls voru 1.240 af þessum lífeyrisþegum með heildartekjur undir framfærsluviðmiði án heimilisuppbótar eða 39 prósent hópsins. „Það er mjög aðkallandi að leysa úr þessu þar sem við sjáum fram á að það muni fjölga enn frekar í þessum hópi á næstu árum. Það hefur lengi verið rætt um að það þurfi að taka á þessum málum en það hefur enn ekki tekist. Þetta er hópur sem við þurfum að fjalla sérstaklega um.“ Mikil fjölgun hefur orðið í þessum hópi en í honum voru alls rúmlega 1.500 manns árið 2010, þar af voru um 900 með búsetu á Íslandi. „Almannatryggingakerfið okkar er þannig að þú vinnur þér inn rétt til greiðslna með búsetu í landinu. Þannig fá margir bara hlutabætur út úr kerfinu. Það er umhugsunarefni að það hafa verið gerðir samningar þar sem fólk heldur ýmsum réttindum sínum þegar það flytur milli landa til að starfa. En þegar eitthvað kemur fyrir, langvinnir sjúkdómar eða slys, þá erum við ekki með kerfi sem nær að tryggja framfærsluna.“ Steinunn Þóra segir kerfið gera ráð fyrir því að einstaklingar fái greiðslur frá því landi sem viðkomandi hafi búið í. Svar ráðherrans sýni hins vegar að fólk fái oft ekki neinar greiðslur frá fyrra búsetulandi. Það skýrist af ólíkum lögum og reglum, til dæmis um örorkumat.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira