Formennirnir ræddu breytingar á fimm ákvæðum stjórnarskrárinnar Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Hall skrifa 30. júní 2018 13:51 Formennirnir ræddu breytingarnar á Þingvöllum. Fréttablaðið/ERNIR Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi ræddu í gær breytingar á stjórnarskránni er snúa að ákvæðum um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreðislur og þjóðareign á auðlindum. Fulltrúi Pírata á fundinum segir samræðurnar hafa gengið vel en að formennirnir væru þó mjög ósammála um tillögurnar. Formennirnir hafa fundað reglulega um málið frá áramótum en ákveðið hafði verið að fundurinn í gær yrði fyrsti langi vinnufundurinn. Hann fór fram í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum og voru tillögurnar sem koma fram í frumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fram árið 2016 til umræðu. Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata á fundinum segir að grunnurinn að samtalinu hafi verið lagður í gær. „Þetta voru í raun og veru bara skoðanaskipti um þessi tilteknu fimm ákvæði. Það voru þau þrjú ákvæði sem voru lögð fram af Sigurði Inga á 145. þingi.“ „Í heildina voru þetta auðlindaákvæði, náttúruverndarákvæði, þjóðaratkvæðagreiðsluákvæði, breytingaákvæði, það er að segja hvernig skuli breyta stjórnarskrá, og framsal ríkisvalds.“ Helgi segir að hópnum hafi ekki gefist tími til þess að kafa djúpt ofan í málefnin en að haldið verði áfram með samtalið á næsta fundi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður en Helgi vonast til þess að það verði sem fyrst og stendur þá til að ræða hvernig gagnsæi við vinnuna gagnvart almenningi verður háttað. „Mér fannst fundurinn sjálfur ganga mjög vel, þetta var gott upp á það að gera að fólk hlustaði á hvort annað, það var saman við þetta borð í fleiri klukkutíma að hlusta á hvort annað. Fundurinn sjálfur gekk mjög vel, svo er fólk auðvitað mjög ósammála um ýmsa hluti en færði þá rök fyrir sínu máli og annað fólk hlustaði á þau rök.“, segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Stjórnarskrá Tengdar fréttir Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00 Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Sjá meira
Formenn flokkanna á maraþonfundi um stjórnarskrána Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi koma saman til maraþonsfundar um mögulegar breytingar á stjórnarskránni á Þingvöllum eftir hádegi. 29. júní 2018 14:00
Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30