Úlfar var kýldur fyrir að vera samkynhneigður: „Þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. janúar 2018 15:06 Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag. Honum er brugðið en vonast til að atvikið verki sem vitundarvakning. Vísir/Úlfar viktor Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Úlfar Viktor Björnsson fór út á lífið með vinum sínum aðfararnótt sunnudags. Á heimleiðinni segist hann í fyrsta sinn á ævinni hafa verið beittur líkamlegu ofbeldi, eingöngu vegna kynhneigðar sinnar, en Úlfar er samkynhneigður. Úlfar greindi frá árásinni á Facebook-síðu sinni í dag en hann vonast til að pistillinn, og frekara umtal um málið, opni á nauðsynlega umræðu um ofbeldi í garð samkynhneigðra. „Þetta gerist voðalega hratt. Ég var bara á röltinu með vinum mínum og við vorum að labba niður Bankastrætið. Ég er að fara að taka leigubíl heim til mín, klukkan var kannski um þrjú í nótt, og þar labbar maður upp að mér með vinum sínum,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. „Hann spyr mig hvort ég sé hommi, og ég sagði já, og hann slær mig í andlitið, fyrirvaralaust.“Ætlar ekki að úthúða manninum Þetta var það eina sem Úlfari og manninum fór á milli en vinir þess síðarnefnda drógu hann í skyndi á brott. Úlfar segist aldrei hafa séð manninn áður og veit ekki hver hann er. Þá ítrekar Úlfar að hann sé í raun ekki að álasa manninum fyrir verknaðinn heldur sé árásin merki um stærra vandamál í samfélaginu. „Ég vil ekkert vera að úthúða þessum einstaklingi. Þetta er örugglega maður sem á erfitt. Mér finnst þetta bara í raun endurspegla þjóðfélagið. Mér finnst talað svolítið mikið um það að við séum komin á svo góðan stað, en á sama tíma er horft fram hjá því sem er að gerast,“ segir Úlfar. Hann vonast fyrst og fremst til að málið verði til vitundarvakningar um þá fordóma sem samkynhneigðir verða enn fyrir í íslensku samfélagi. „Mér finnst það að hann hafi kýlt mig vegna þess að ég er hommi ekki aðalmálið, þetta er stærra og meira en bara þetta eina högg,“ segir Úlfar og bætir við að það hafi ekki verið spurning um hvort, heldur hvenær, hann fengi hnefa í andlitið á djamminu. Aðspurður segist Úlfar þó ekki ætla að tilkynna árásina til lögreglu. „Öll umræða sem gæti vonandi farið af stað með þessu, ég sé frekar gagn í því en að fara í einhverjar kærur.“Pistil Úlfars um árásina má lesa í heild hér að neðan.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira