Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. Vísir/Samsett Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“ Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira