Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. apríl 2018 21:30 Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, hafnar því að þeim hafi verið vikið úr embættum vegna þessa. „Það hefur enginn ágreiningur verið um að það eigi að byggja nýtt knatthús. Ágreiningurinn hefur legið í því að ég og Borghildur vildum að staðarval yrði greint af sérfræðingum og ákvörðun um staðsetningu hússins tekin eftir að hún lægi fyrir. Hins vegar vilja íþróttafélögin, það er að segja FH, bara fá knatthúsið inn á sína lóð. Við vorum ekki sátt við að það yrði gert án þess að vera skoðað í stærra samhengi en það var ekki stemming fyrir því. Þannig að ég held að ég held að ágreiningurinn liggi í þessu. Málið var unnið mjög hratt en það var boðið út knatthús á lóðinni hjá FH. Kostnaðaráætlun sem bærinn hafði nam 720 milljónir króna en tilboðin þrjú sem bárust, sem eru reyndar öll fyrir sama knatthúsið sem formaður FH flytur inn, að þau voru upp á um 1200 milljónir króna,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar hafnar þessu alfarið. Í tilkynningu um málið sem hún og Einar Birkir Einarsson sendu frá sér varðandi málið í dag kemur meðal annars fram að áhersla þeirra sé á að bæjarfulltrúar eigi ekki að hafa bein afskipti af fjárhagslegum eða öðrum hagsmunum íþróttafélaganna, heldur eigi samningar að vera skýrir og allt uppi á borðum. Hún segir af og frá að varabæjarfulltrúunum hafi verið vikið úr embættum vegna ágreinings í málinu. „Ég vil sem minnst tjá mig um þetta mál en þetta er ekki ástæðan. Það er í besta falli mikil einföldun og ekki það sem varð til þess.“ Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag en sagði að hann gerði ráð fyrir að þau tilboð sem hefðu borist í knatthúsið yrðu á dagskrá hjá umhverfis-og framkvæmdasráði bæjarins í næstu viku. Lægsta tilboðið hljóðaði uppá 1102 milljónir króna. Pétur Óskarsson býst ekki við því að Björt framtíð bjóði fram í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor en segir hins vegar að að vika sé langur tími í pólitík. Guðlaug Kristjánsdóttir hefur eins og komið hefur fram sagt sig úr Bjartri framtíð og undirbýr nú nýtt óháð framboð fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Einar Birkir Einarsson sem einnig sagði sig úr Bjartri framtíð sagðist í samtali við fréttastofu ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil. Tengdar fréttir Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. 7. apríl 2018 09:30 Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, hafnar því að þeim hafi verið vikið úr embættum vegna þessa. „Það hefur enginn ágreiningur verið um að það eigi að byggja nýtt knatthús. Ágreiningurinn hefur legið í því að ég og Borghildur vildum að staðarval yrði greint af sérfræðingum og ákvörðun um staðsetningu hússins tekin eftir að hún lægi fyrir. Hins vegar vilja íþróttafélögin, það er að segja FH, bara fá knatthúsið inn á sína lóð. Við vorum ekki sátt við að það yrði gert án þess að vera skoðað í stærra samhengi en það var ekki stemming fyrir því. Þannig að ég held að ég held að ágreiningurinn liggi í þessu. Málið var unnið mjög hratt en það var boðið út knatthús á lóðinni hjá FH. Kostnaðaráætlun sem bærinn hafði nam 720 milljónir króna en tilboðin þrjú sem bárust, sem eru reyndar öll fyrir sama knatthúsið sem formaður FH flytur inn, að þau voru upp á um 1200 milljónir króna,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar hafnar þessu alfarið. Í tilkynningu um málið sem hún og Einar Birkir Einarsson sendu frá sér varðandi málið í dag kemur meðal annars fram að áhersla þeirra sé á að bæjarfulltrúar eigi ekki að hafa bein afskipti af fjárhagslegum eða öðrum hagsmunum íþróttafélaganna, heldur eigi samningar að vera skýrir og allt uppi á borðum. Hún segir af og frá að varabæjarfulltrúunum hafi verið vikið úr embættum vegna ágreinings í málinu. „Ég vil sem minnst tjá mig um þetta mál en þetta er ekki ástæðan. Það er í besta falli mikil einföldun og ekki það sem varð til þess.“ Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði til hans í dag en sagði að hann gerði ráð fyrir að þau tilboð sem hefðu borist í knatthúsið yrðu á dagskrá hjá umhverfis-og framkvæmdasráði bæjarins í næstu viku. Lægsta tilboðið hljóðaði uppá 1102 milljónir króna. Pétur Óskarsson býst ekki við því að Björt framtíð bjóði fram í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor en segir hins vegar að að vika sé langur tími í pólitík. Guðlaug Kristjánsdóttir hefur eins og komið hefur fram sagt sig úr Bjartri framtíð og undirbýr nú nýtt óháð framboð fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði. Einar Birkir Einarsson sem einnig sagði sig úr Bjartri framtíð sagðist í samtali við fréttastofu ætla að hætta eftir þetta kjörtímabil.
Tengdar fréttir Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. 7. apríl 2018 09:30 Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00 Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Meirihlutinn hangir á bláþræði vegna vafa um kjörgengi Einars Fyrrverandi bæjarfulltrúar í Bjartri framtíð í Hafnarfirði og fulltrúar flokksins í nefndum og ráðum bæjarins elda nú grátt silfur. Annar bæjarfulltrúanna býr í Kópavogi en hefur skráð lögheimili hjá ættingjum í Hafnarfirði. 7. apríl 2018 09:30
Þrýstingur frá íþróttafélögum klauf Bjarta framtíð Þrýstingur íþróttafélaganna FH og Hauka um byggingu knatthúsa var ein uppspretta þeirra átaka sem geisað hafa í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði. Brottrekinn fulltrúi Bjartrar framtíðar leitar réttar síns hjá ráðuneytum. 13. apríl 2018 06:00
Viðreisn með sérframboð í Hafnarfirði vegna átaka innan Bjartrar framtíðar Hætt hefur verið við sameiginlegt framboð Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. 12. apríl 2018 19:09