Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 14:48 Maradona var brattur í upphafi leiks. Vísir/Getty Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30