Kaþólska kirkjan tekur salvadorskan biskup í dýrlingatölu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 09:48 Salvadorskur pílagrímur í bol með mynd af Oscar Romero á Péturtorgi í Páfagarði í morgun. Þúsundir Salvadora ferðuðust þangað tl að fylgja með því þegar Romero var tekinn í tölu dýrlinga. Vísir/EPA Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters. El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Frans páfi lýsti því yfir í morgun að Oscar Romero, erkibiskup El Salvadors, sem var myrtur af dauðasveitum árið 1980, hefði verið tekinn í dýrlingatölu kaþólsku kirkjunnar. Auk hans var Páll sjötti páfi og fimm aðrir lýstir dýrlingar. Um fimm þúsund Salvadorar höfðu ferðast til Rómar til að vera viðstaddir yfirlýsingu páfa. AP-fréttastofan segir að tugir þúsunda Salvadora hafi jafnframt vakað langt fram á nótt til að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi og á risaskjám fyrir utan dómkirkjunar í San Salvador þar sem lík Romero liggur í grafhýsi. Romero var erkibiskup í San Salvador. Hann storkaði herforingjastjórn El Salvadors sem Bandaríkjastjórn studdi og talaði fyrir mannréttindum og réttindum fátæks fólks við upphaf blóðugs borgarastríðs sem geisaði í landinu frá 1980 til 1992. Í prédikunum sínum deildi Romero hart á herforingjastjórnina og vinstrisinnaða uppreisnarmenn og lýsti samstöðu með snauðum íbúum landsins. Varð hann að hetju margra í Rómönsku Ameríku fyrir vikið.Fólk vottar Romero virðingu sína viku eftir að hann var myrtur í mars árið 1980. Talið er að 75.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu sem geisaði í tólf ár eftir dauða erkibiskupsins.Hægrisinnaðar dauðasveitir hliðhollar herforingjastjórninni skutu Romero til bana þegar hann þjónaði við messu í sjúkrahússkapellu árið 1980. Við athöfnina í morgun var Frans páfi með blóðugt belti Romero frá því að hann var skotinn niður og staf, kaleik og messuklæði Páls sjötta páfa. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu meðal annars á grundvelli kraftaverka sem eiga að hafa orðið. Í tilfelli Romero er vísað til þess að kona sem var nálægt dauða í fæðingu hafi lifað af eftir að eiginmaður hennar ákallaði og bað til Romero, að því er segir í frétt Reuters.
El Salvador Mið-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Páfi og erkibiskup meðal þeirra sem teknir verða í dýrlingatölu Frans páfi hefur ákveðið að taka fyrirrennara sinn auk fimm annarra í dýrlingatölu í október næstkomandi. 19. maí 2018 14:00