Fangi opnar sportbar og veitingahús í Árbænum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Guðmundur hefur opnað veitingahúsið Rakang Thai. Fréttablaðið/Þórsteinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira