Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 14:19 Barry Von Tuijl missti fótlegg í slysi Stöð 2 Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól. Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól.
Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00