Frederik með kennslubók í íslensku og Ragga á kantinum Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 13. júní 2018 14:15 Frederik Schram á markmannsæfingu á æfingasvæðinu í Kabardinka. Vísir/Vilhelm Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Markvörðurinn Frederik Schram hefur aldrei búið á Íslandi. Hann hefur hins vegar spilað sextán sinnum fyrir Íslands hönd, fjórum sinnum með A-liðinu og tólf sinnum með yngri landsliðum. Hann segir það aldrei hafa verið neitt val að velja Ísland þrátt fyrir að hafa búið í Danmörku allt sitt líf. Að spila fyrir Ísland væri draumur og nú er hann að reyna að ná tökum á íslenskunni. Blaðamaður ræddi við Frederik á ensku sem hann talar með hefðbundnum dönskum hreim. Hann skaut þó inn einu og einu orði á íslensku sem birtast í gæsalöppum hér að neðan. „Ég skil meira og meira og mér finnst þetta ganga frekar vel. Ég er með „kennslubók“ og er að reyna að bæta mig dag frá degi. Læra orð en það er erfitt að „beygja orðin“. Tungumálið er mjög erfitt að læra en ég ætla að læra það. Ég geri mitt besta og auðvitað eru allir í kringum mig að tala íslensku. Ég heyri hana stöðugt, reyni að tala en svo gríp ég í enskuna þegar flóknari hlutir eru til umræður. En annars reyni ég eins og ég get.“ En hver ætli sé besti kennarinn í hópnum? Ragnar Sigurðsson fyrir miðju á tali við Emil Hallfreðsson.Vísir/Vilhelm„Raggi er mjög góður í tungumálum, ekki aðeins íslensku heldur talar hann reiprennandi sænsku og dönsku og farinn að tala rússnesku. Rúrik og núna Samúel Kári sem ég hef verið herbergisfélagi með. Hann flettir í gegnum kennslubókina með mér og reynir að kenna mér.“ Frederik hefur búið í Danmörku allt sitt líf. Móðir hans er íslensk og faðir hans danskur. „Já, en ég tala reglulega við afa minn í síma. Hann talar gamaldags íslensku sem er auðveldara að skilja en strákarnir sem eiga það til að tala svolítið hratt og nota slangur. Svo það er alltaf auðveldara að skilja afa. Mamma talar reiprennandi íslensku en kenndi mér aldrei. Svoleiðis er þetta og nú verð ég bara að læra íslenskunna eins vel og ég get.“ Flest samskipti þjálfarateymisins við leikmennina fara fram á íslensku hvort sem er á æfingum eða fundum utan æfingatíma. Heimir Hallgrímsson þungt svæði á æfingasvæðinu hjá landsliðinu.Vísir/Vilhelm„Á fundunum skil ég svo til allt. Fótboltamál er eitthvað sem maður lærir hratt og það skil ég best. Það er ekkert vandamál.“ Það sé ekki þannig að eftir hvern fund, þegar Heimir spyrji hvort það séu einhverjar spurningar, að Frederik sé eitt stórt spurningamerki með hönd á lofti. „Ég hef bætt mig mjög mikið og skil í rauninni allt á fundunum. Auðvitað er eitt og eitt orð sem ég skil ekki og þá hugsa ég „hvaða helvítis orð er þetta?“ en þá get ég bara spurt eftir fundinn. En annars skil ég allt.“Frederik Schram spyrnir á æfingu landsliðsins.Vísir/VilhelmUm ákvörðunina að spila fyrir Ísland en ekki Danmörku segir kappinn: „Þetta var aldrei erfið ákvörðun. Ég hef alltaf verið íslenskur,“ segir Frederik og minnir á landsleiki sína fyrir yngri landsliðin þar sem sérstaklega gaman hafi verið að mæta Danmörku, og sigri Dani. „Þegar ég var fjórtán eða fimmtán fór ég á æfingar til að komast í 17 ára hópinn hjá KSÍ. Þetta hefur aldrei verið spurning. Það hefur alltaf verið draumur minn að vera í hópnum.“ En er þetta eins og draumur hérna úti? „Það er pínu erfitt að átta sig á því að maður er hérna. En maður verður bara að gera sitt besta og njóta hvers dags. Þá getur maður vonandi síðar meir litið til baka og átt góða minningu.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti