Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2018 10:45 Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. visir/jói k Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Kosningar 2018 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira