Segir hagsmunasamtök stjórna landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. október 2018 12:30 Inga Sæland er formaður Flokks fólksins Vísir/Vilhelm Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand. Stj.mál Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir Alþingi allt of oft einkennast af hagsmunagæslu þingmanna, en að hennar mati leynast innan veggja þingsins alls staðar leyndarmál. Hún segir hagsmunasamtök í raun stjórna landinu. Inga Sæland var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þar talaði hún um vinnubrögð Alþingis og hlutverk þeirra sem þar sitja. En hún gagnrýnir að fólk sé þar ekki sett í fyrsta sæti og telur hagsmunasamtök á Íslandi í raun stjórna landinu, en hún segir lækkun veiðigjalda skýrt dæmi þess. „Þau eru hinir eiginlegu stjórnendur Íslands í dag. Það er svo stórt sem ég mun segja. Mér sýnist það birtast i því hvernig löggjöfin er slegin sundur og saman fyrir ákveðin hagsmunaöfl,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá segir hún vinnubrögð Alþingismanna einkennast allt of oft af tilhliðrun í kerfinu og einhvers konar hagsmunagæslu einstaklinga. „Það eru einhvern vegin alls staðar leyndarmál. Það er verið að reyna að vera með alls konar tilhliðranir í kerfinu hingað og þangað. Inni í þinginu, á þann hátt að þú klórar mér og ég þér og það er bara einum of áberandi og ég verð að segja að útsýnið sem ég persónulega hef fengið inni á Alþingi Íslendinga, það er ótrúlegt útsýni, ég verð nú bara að segja það að ég hef bara ekki séð annað eins. Ég get ekki farið nákvæmlega í það hvað maður var að sjá ákveðna aðila hlaupa oft á milli til að hringja og spyrja: „Megum við gera þetta, er þetta í lagi, er þetta óhætt,“ svo er komið til baka með einhverja málamiðlun eða breytingatillögu til baka,“ sagði Inga Sæland. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á Sprengisand.
Stj.mál Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fleiri fréttir Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Sjá meira