Þung högg á höfuð og síðu banameinið Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 3. september 2018 15:20 Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. Vísir/Vilhelm Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. Þetta kom fram í máli hans í Héraðsdómi Suðurlands í dag þegar aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Vali Lýðssyni, sem ákærður er fyrir manndráp, var framhaldið. Aðalmeðferð í málinu hófst þann 27. ágúst en frestað þar til eftir hádegi í dag. Dómsalurinn á Selfossi var þéttsetinn þegar Sebastian gaf skýrslu. Hann krufði líkið þann 3. apríl og sagði niðurstöðu sína að bráðaandnauð af völdum högga hefðu leitt til dauða Ragnars. Annars vegar hefði verið um að ræða þung högg á höfuð og hins vegar á hægri síðu. Brotnuðu mörg rifbein hægra megin í líkama Ragnars.Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz.vísir/vilhelmValur er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa slegið Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Þegar Valur gaf skýrslu fyrir dómi í síðustu viku sagðist hann ekkert muna eftir neinum átökum á milli þeirra bræðra sökum mikillar ölvunar. Hann gat litlar skýringar gefið á því hvernig dauða Ragnars bar að. Útilokaði hann þó ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra. Geðlæknir sem lagði mat á Val telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Nú stendur yfir málflutningur þar sem Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Ólafur Björnsson, verjandi Vals, fá hvort sinn tíma til að rekja málið. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur segir engan vafa leika á því að þung högg á höfuð og hægri síðu drógu Ragnar Lýðsson til bana þann 31. mars síðastliðinn. Þetta kom fram í máli hans í Héraðsdómi Suðurlands í dag þegar aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Vali Lýðssyni, sem ákærður er fyrir manndráp, var framhaldið. Aðalmeðferð í málinu hófst þann 27. ágúst en frestað þar til eftir hádegi í dag. Dómsalurinn á Selfossi var þéttsetinn þegar Sebastian gaf skýrslu. Hann krufði líkið þann 3. apríl og sagði niðurstöðu sína að bráðaandnauð af völdum högga hefðu leitt til dauða Ragnars. Annars vegar hefði verið um að ræða þung högg á höfuð og hins vegar á hægri síðu. Brotnuðu mörg rifbein hægra megin í líkama Ragnars.Þýski réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz.vísir/vilhelmValur er sakaður um að hafa valdið dauða bróður síns Ragnars með því að veitast að honum með ofbeldi. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa slegið Ragnar ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama auk þess að sparka eða trampa ítrekað á höfði hans og líkama. Þegar Valur gaf skýrslu fyrir dómi í síðustu viku sagðist hann ekkert muna eftir neinum átökum á milli þeirra bræðra sökum mikillar ölvunar. Hann gat litlar skýringar gefið á því hvernig dauða Ragnars bar að. Útilokaði hann þó ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra. Geðlæknir sem lagði mat á Val telur að ölvunarástand hans skýri best ofbeldið sem hann hafi beitt. Bæði Valur og tveir vinir hans hafi kannast við að hann hafi gerst ofbeldisfullur undir áhrifum áfengis. Nú stendur yfir málflutningur þar sem Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Ólafur Björnsson, verjandi Vals, fá hvort sinn tíma til að rekja málið. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00 Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað Ragnari bróður sínum á föstudaginn langa, kveðst aldrei hafa borið þungan hug til hans. Geðlæknir segir Val sakhæfan. Ragnari var banað í þvottahúsinu heima hjá Vali á Gýgjarhóli. 28. ágúst 2018 06:00
Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15