Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2018 19:45 Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september. Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. Þriðji bróðurinn sem var á bænum með þeim ákvað að gefa ekki skýrslu fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fjölmenni mætti í Héraðsdóm Suðurlands til að fylgjast með aðalmeðferð málsins, bæði ættingjar bræðranna frá Gýgjarhóli II, vinir og fjölmiðlafólk. Fjölmörg vitni komu fyrir dóminn, m.a. björgunarsveitarmenn frá Flúðum sem voru fyrstir á vettvang en fram kom hjá einum björgunarsveitarmanninum að Valur hefði sagt á staðnum að hann hefði banað manni. Valur sagðist í dómnum ekki muna eftir neinum átökum milli þeirra Ragnars, þeir hafi drukkið ótæpilega, hvað þá hvernig Ragnar hefði dáið, þó hann útiloki ekki að til átaka hefði komið á milli þeirra.Ólafur Björnsson, lögfræðingur og verjandi Vals Lýðssonar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.Fram kom hjá lögreglumönnum frá Tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins að um staðbundin átök hafi verið að ræða í þvottahúsinu og að höggin sem Ragnar hafi fengið eftir að honum var byrjað að blæða hefðu verið tvö til þrjú varlega áætlað. Öll rifbein hægra megin brotnuðu í Ragnari. Þriðji bróðurinn, Örn Lýðsson sem var með bræðrum sínum í Gýgjarhóli umrætt kvöld kom fyrir dóminn í dag en hann ákvað að nýta rétt sinn og gefa ekki skýrslu. Fram kom í máli Vals að hann hafi hætt að drekka áfengi um síðustu áramót en dottið aftur í það með bróður sínum um páskana. Sjálfur hafi hann lent nokkrum sinnum í vandræðum vegna ofbeldis þegar hann hafi verið drukkinn og oftast hafi hann ekki munað hvað gerðist sökum ölvunar.Fjölskylduharmleikur Ólafur Björnsson, lögmaður Vals, segir málið fjölskylduharmleik.Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari í Héraðsdómi Suðurlands í dag.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Að sjálfsögðu er það það, þetta er afar sárt fyrir fjölskylduna og sveitina að þetta skyldi koma fyrir. Við verðum að treysta á réttarkerfið að það verði kveðin upp réttlátur dómur og við skulum muna það að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð“, segir Ólafur. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir Gýgjarhólsmálið erfitt. „Já, það eru auðvitað öll alvarleg sakamál erfið, það er bara þannig,“ segir Kolbrún, sem mun mæta aftur í Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 3. september þegar fluttar verða fleiri skýrslur í málinu og það flutt. Reiknað er með að endanlegur dómur liggi fyrir eftir fjórar vikur eftir 3. september.
Tengdar fréttir Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Ölvunin talin skýra ofbeldið á Gýgjarhóli best Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi mannsins sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars. 27. ágúst 2018 15:15
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15