Lafðin sviptir hulunni af tökum á Downton Abbey-kvikmyndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2018 18:46 Michelle Dockery leikur eina aðalpersónu þáttanna, lafði Mary Crawley. Vísir/Getty Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tökur á nýrri kvikmynd byggðri á hinni vinsælu þáttaröð Downton Abbey eru hafnar. Þessu greindi leikkonan Michelle Dockery frá á Instagram-reikningi sínum í dag en hún fer með hlutverk lafði Mary Crawley, einnar af aðalpersónum þáttanna – og kvikmyndarinnar nýju. „Og við erum byrjuð!“ skrifaði Dockery við myndina, sem virðist sýna hana í gervi lafðinnar. View this post on InstagramAnd...we’re off @downtonabbey_official A post shared by Michelle Dockery (@theladydockers) on Sep 10, 2018 at 9:01am PDT Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að sýningum á samnefndri þáttaröð var hætt árið 2015. Um miðjan júlí síðastliðinn var staðfest að framleiðsla á myndinni hæfist í sumar, og nú virðast tökur einnig hafnar. Frumsýningardagur hefur þó ekki enn verið staðfestur. Í Downton Abbey-kvikmyndinni verður áfram fylgst með Crawley-fjölskyldunni og starfsliði hennar þó að söguþráðurinn sé enn á huldu. Áðurnefnd Dockery, Maggie Smith og Hugh Bonneville munu öll snúa aftur í hlutverkum lafði Mary, ættmóðurinnar Violet og húsbóndans Roberts. Leikstjórinn Michael Engler leikstýrir myndinni og Julian Fellowes skrifar handritið.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Hefja framleiðslu Downtown Abbey-kvikmyndar í sumar Kvikmyndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 13. júlí 2018 13:25