Von á fimm frumvörpum um vernd tjáningarfrelsis og skyld mál Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 20:00 Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42