Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 16:27 Róbert Wessman. Vísir/Ernir Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon Dómsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Mennirnir voru viðskiptafélagar og keyptu þeir í gegnum dótturfélag hlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Stóð til að Róbert myndi eignast 94 prósenta hlut í félaginu en hinir þrír áttu að eignast tvö prósent. Svo fór að Árni eignaðist hlut Róberts. Við þetta sætti Matthías sig ekki og taldi hann sig eiga forkaupsrétt á þriðjungi þeirra hlutabréfa sem Róbert átti upprunalega að eignast. Taldi Matthías að þremenningarnir hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum sem hluthafa í dótturfélaginu þegar þeir sem stjórnarmenn í félaginu hefðu selt helstu eign þess á undirverði til innlends félags í eigu Árna. Staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms þess efnir að þremenningarnir hefðu bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart Matthíasi enda hafi hlutirnir verið seldir á undirverði.Í dómi Hæstaréttar segir að Róbert, Árni og Magnús hafi ekki axlað þá sönnunarbyrði um að sýna fram á að söluverð hlutanna hafi verið lægra. Voru þeir því dæmdir til að greiða Matthíasi 640 milljónir í skaðabætur, auk þess sem þeir greiða málskostnað vegna málsins, um sjö milljónir.Uppfært klukkan 17:24: Róbert Wessman, Árni Harðarson og Magnús Jaroslav Magnússon hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna dóms Hæstaréttar. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan.Yfirlýsing vegna dóms Hæstaréttar Hæstiréttur kvað í dag upp skaðabótadóm á hendur undirrituðum, sem vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri. Málaferli Matthíasar Johannessen eiga sér langa sögu en hann var við upphaf starfsemi Alvogen starfsmaður sem boðið var að kaupa 2% í fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið fjárfesta í Alvogen. Hann hætti þar störfum í mars 2010 og hóf skömmu síðar störf hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár hefur Matthías sóst eftir ævintýralegri ávöxtun sem hluthafi í félaginu Aztiq Pharma Partners sem hann keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur árið 2009. Matthías sjálfur hafði miklar væntingar um ávöxtun en með dómi Hæstaréttar voru honum dæmdar um 7% af upphaflegri 9 milljarða bótakröfu hans. Niðurstaða Hæstaréttar felur í sér að ávöxtun Matthíasar nemur um 6.400.890% sem er yfir 6 milljón prósenta ávöxtun á einu ári. Undirritaðir eru nú dæmdir til að greiða Matthíasi um 640 milljónir króna. Undirritaðir telja að því miður horfi Hæstaréttur fram hjá nokkrum lykilatriðum í málinu og eru það því talsverð vonbrigði fyrir undirritaða að vera dæmdir bótaskyldir gagnvart Matthíasi jafnvel þó bæturnar séu brot af því sem hann fór fram á. Menn geta velt fyrir sér hvernig æðsti dómstóll landsins getur komist að þeirri niðurstöðu að margra milljón prósenta ársávöxtum á fjárfestingu geti verið eðlileg niðurstaða. Róbert Wessman Árni Harðarson Magnús Jaroslav Magnússon
Dómsmál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira