Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. júní 2018 06:00 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum lýsir yfir vantrausti á Pál Magnússon, alþingismann og oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem tekinn var úr fulltrúaráðinu með lófaklappi á aukaaðalfundi í Eyjum í gærkvöldi. Í harðorðri ályktun fulltrúaráðsins segir meðal annars: „Vegna fordæmalausrar framgöngu oddvita flokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum lýsir aukaaðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum fullu vantrausti á 1. þingmann Suðurkjördæmis, Pál Magnússon. Fulltrúaráðið getur ekki litið á þingmanninn sem trúnaðarmann Sjálfstæðisflokksins og óskar eftir fundi með forystu flokksins vegna þeirrar alvarlega stöðu sem upp er komin.“Sjá einnig: Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu „Ég mun ræða þetta mál við mitt fólk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, en vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum skömmu eftir fundinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, eru Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum reiðir oddvita sínum fyrir framgöngu hans í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga en þeir segja hann hafa stutt klofningsframboð Írisar Róbertsdóttur en hundsað framboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum með öllu, þvert á það sem almennt tíðkast meðal þingmanna kjördæmisins í sínum heimabyggðum. Í kosningunum tapaði flokkurinn þeim meirihluta sem hann hefur haft í bæjarfélaginu undanfarin tólf ár. Framboð Írisar, Fyrir Heimaey, hlaut góða kosningu og myndaði meirihluta með Eyjalistanum og Íris settist í stól bæjarstjóra í Eyjum, en þar hefur Elliði Vignisson setið undanfarin 12 ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Páll sagður rúinn trausti í kjördæminu Sjálfstæðismenn í Eyjum eru æfir af reiði vegna framgöngu Páls Magnússonar, oddvita kjördæmisins, í aðdraganda nýafstaðinna kosninga. Segja hann bera ábyrgð á því að meirihluti flokksins féll í Vestmannaeyjum. 7. júní 2018 07:00