Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:27 Húsnæði LHÍ á Sölvhólsgötu. vísir/Anton Brink Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45