Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:27 Húsnæði LHÍ á Sölvhólsgötu. vísir/Anton Brink Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Nemendur sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands ætla ekki að greiða skólagjöld á vorönninni 2018. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem nemendurnir afhentu stjórn Listaháskólans fyrr í dag en þar segja þeir slæma aðstöðu og síversnandi þjónustu ástæðuna að baki því að þeir ætli ekki að greiða skólagjöldin. Nemendurnir vilja meina að þessi slæma aðstaða og síversnandi þjónusta við nemendur deildarinnar geri það að verkum að þeir geti ekki sinnt námi sínu eins og lagt var upp með þegar þeir hófu nám við skólann.Sjá einnig: Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Telja nemendur stjórnina hafa svikið sig því ekki hafi verið staðið við það sem þeim var lofað. Segja þeir aðgerðina ekki bara til að hreyfa við stjórnendum skólans heldur einnig til að benda á að algjör forsendubrestur hafi orðið á viðskiptasambandi nemendanna og skólans. Nemendurnir segja aðstæður hafa versnað samhliða því að skólagjöld hafa hækkað með hverju ári sem líður og þolinmæði þeirra á þrotum. Þeir ætla því að halda eftir skólagjöldum vegna þessa forsendubrests og mættu ekki í tíma eftir hádegi í mótmælaskyni.Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, tók við bréfinu sem er ætlað stjórn skólans. Fríða segir að margt áhugavert komi fram í bréfinu og hafi stjórnendur skólans reynt í áratug að vekja athygli stjórnvalda á slæmum aðbúnaði við skólann. Hún segir stjórn LHÍ funda á fimmtudag og þá verði tekin ákvörðun um framhaldið.Hér fyrir neðan má sjá þegar lesið var upp úr bréfinu fyrr í dag
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Borgarstjóri tilbúinn að vinna að því að fá Listaháskólann í höfuðstöðvar Landsbankans „Listaháskólinn mynd hæfa þessum sögufrægu húsum vel,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. 3. mars 2016 10:45