Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 23:15 Friðþór Eydal var blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf brot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf brot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira