Stephanie kemur frá Kanada en á króatískan föður og pólska móður og spilar með króatíska landsliðinu.
Íslandsmeistararnir framlengdu einnig samning sinn við sænska markvörðinn Johönnu Henriksson. Henriksson kom upphaflega til félagsins á reynslu til tveggja mánaða.
Eftir fyrri umferð Pepsi deildar kvenna er Þór/KA í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Breiðabliki. Næsti leikur þeirra er á heimavelli gegn Grindavík á þriðjudaginn.
