Ísland setur jafnrétti og málefni hinsegin fólks á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:41 Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira