Guðlaugur Þór tók upp málefni Palestínumanna á fundi í Washington Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 16. maí 2018 12:50 Fundur ráðherranna fór fram í Washington í gær Utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“ Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir greinilegt að Bandaríkjamenn og Evrópubúar hafi aukinn áhuga á málefnum Norðurslóða en hingað til hafi áhuginn aðallega komið frá Rússum og Kínverjum. Guðlaugur þingaði í gær með James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Washington. Utanríkisráðherra er í Washington þar sem hann hefur meðal annars setið fundi með hugveitum á borð við Heritage Foundation og Center for Strategic & International Studies. Guðlaugur Þór ræddi einnig við James Mattis varnarmálaráðherra. „Þessi fundur með Mattis, sem var ákveðinn fyrir nokkru síðan, var bæði mjög góður og gagnlegur,“ segir Guðlaugur. „Við vorum þarna að fara yfir sameiginleg mál þjóðanna. Við þekkjum auðvitað að það hefur verið mikið samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Bæði tvíhliða á milli þjóðanna og sömuleiðis innan Atlantshafsbandalagsins. Einnig fórum við yfir ýmis önnur mál sem eru hátt á baugi í alþjóðamálum núna.“ Þar má meðal annars nefna stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs eftir blóðbaðið á Gaza ströndinni í fyrradag. „Jú, ég tók það upp og fór yfir áhyggjur okkar af þeim málum. Þá er ég sérstaklega að vísa til þess sem er að gerast núna á Gaza ströndinni. Við höfðum af því áhyggjur að það myndi skapa óróa að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels, eins og menn þekkja. Þeir þekkja auðvitað þá afstöðu okkar mjög vel.“ Málefni norðurslóða bar einnig á góma. „Það er aukinn áhugi á norðurslóðum meðal Bandaríkjamanna. Fram til þessa hafa Rússar og Kínverjar verið þær þjóðir sem hafa mestan áhuga haft á þeim málum og verið einbeittastir í þeim. Núna eru bæði Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Evrópuþjóðirnar að taka við sér.“
Tengdar fréttir Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24