Spænski risinn tók óvænt 88 milljóna punda tilboði Juventus í Cristiano Ronaldo en er ekki búið að finna aðra stjörnu til að fylla í skarðið. Gareth Bale hefur gert sitt besta í byrjun tímabils.
Maðurinn sem að Florentino Pérez, forseti Real Madrid, vill fá er franska ungstirnið Kylian Mbappé sem hefur slegið í gegn undanfarin misseri og var útnefndur besti ungi leikmaður HM í sumar er hann fagnaði heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu.
¡Buenos días! Mbappé to Real Madrid could happen before deadline day. Today's front cover of AS pic.twitter.com/qRYOWA98D1
— AS English (@English_AS) August 23, 2018
PSG fór framhjá Financial Play-lögunum með því að fá Mbappé á tveggja ára láni frá Monaco en það þarf nú að reiða fram 160 milljónir punda til að ganga frá kaupum á leikmanninum. Það þarf félagið að gera fyrir mánudaginn í næstu viku.
Ef PSG ákveður að láta reyna á þetta mun UEFA hafa þrjá daga til að fara yfir pappírana. Ef svo fer að PSG megi ekki kaupa Frakkann unga verður það að losa hann á lokadegi félagaskipta og þá ætlar Real Madrid að mæta af fullum krafti, að því fram kemur í fréttaskýringu AS um málið.