Franski sóknartengiliðurinn Nabil Fekir hefur verið orðaður við brottför frá Lyon í allt sumar og stjóri liðsins, Bruno Genesio, kveðst ekki vera viss um framtíð kappans.
Fekir var ekki með Lyon í gær þegar liðið mætti Chelsea í æfingaleik á Stamford Bridge og fjölmiðlar spurðu út í stöðuna á Fekir sem hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool.
„Það er of snemmt að segja til um það. Hann vildi fara í lok síðasta tímabils en hann mætti til æfinga í gær og var glaður,“ sagði Genesio.
„Hver veit? Það gætu komið upp tækifæri áður en glugginn lokar. Eins og er, er hann leikmaður Lyon,“ sagði Genesio.
Stjóri Lyon óviss um framtíð Fekir
Arnar Geir Halldórsson skrifar
