Nemendur Harvard hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2018 23:59 Forseta Íslands var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard. Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, var vel tekið í Harvard-háskóla í kvöld þar sem hann hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni „Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World“. Fór forsetinn víða í fyrirlestrinum og ræddi meðal annars um afrek íslensku landsliðanna í knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál. Fyrirlesturinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube-síðu stjórnmálafræðistofnunar Harvard Kennedy-skólans en lokað hefur verið fyrir myndbandið þar sem í byrjun fyrirlestrarins var sýnt klippa af íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að taka víkingaklappið á EM í Frakklandi 2016. Það myndefni er frá UEFA og er höfundarréttarvarið að því er fram kemur í skilaboðum sem birtast á skjánum vilji maður horfa á fyrirlesturinn nú. Upptakan hefur síðan verið gerð aðgengileg á Facebook-síðu Harvard-háskóla.Guðni í pontu í Harvard í kvöld.Á meðal þess sem Guðni ræddi í tengslum við jafnréttismálin voru sterkar kvenpersónur í Íslendingasögunum og talaði hann þar sérstaklega um Hallgerði langbrók. Rifjaði hann upp söguna af kinnhestinum fræga sem Gunnar á Hlíðarenda laust henni og sagði Hallgerður þá að einn daginn myndi hann sjá eftir því að hafa slegið hana. Það augnablik kom þegar Gunnar var í bardaga og strengurinn slitnaði í boganum. Bað hann þá Hallgerði um lokk úr hári hennar til að laga strenginn en hún neitar vegna kinnhestsins. „Og síðan var hann drepinn,“ sagði Guðni við nemendur Harvard-háskóla sem hlógu að örlögum Gunnars á Hlíðarenda. Auk þess að ræða knattspyrnu, þorskastríðin og jafnréttismál minntist forsetinn á bankahrunið 2008, ræddi málefni hafsins og norðurslóða en fyrr í dag hafði hann haldið hádegisfyrirlestur á vegum Norðurskautsverkefnisins (e. Arctic Initative) Harvard Kennedy-skólans auk þess sem hann fundaði með fulltrúum verkefnisins. Klappað var vel og lengi fyrir Guðna við lok fyrirlesturs hans í kvöld en að honum loknum tók forsetinn spurningar úr sal.Upptaka af erindi Guðna forseta er nú aðgengilegt á Facebook-síðu stjórnmálastofnunar Kennedy-skóla Harvard.
Forseti Íslands Tengdar fréttir UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25 Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13 Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. 26. janúar 2018 23:25
Guðni Th. heldur fyrirlestur í Harvard Forsetahjónin heimsækja Harvard háskólann í Cambridge í dag. 26. janúar 2018 10:13
Bein útsending: Forseti Íslands flytur fyrirlestur í Harvard Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, eru nú stödd í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. 26. janúar 2018 20:30