Innlent

UEFA lokar á fyrirlestur forseta Íslands við Harvard

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot af Youtube-síðunni þar sem fyrirlestur forsetans var sýndur í beinni útsendingu.
Skjáskot af Youtube-síðunni þar sem fyrirlestur forsetans var sýndur í beinni útsendingu.
„Þetta vídeó inniheldur efni frá UEFA sem lokaði á það vegna þess að það brýtur gegn höfundarrétti.“

Þessi skilaboð birtast nú á skjánum vilji maður hlusta og sjá upptöku á Youtube af fyrirlestri Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, sem hann hélt í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum í kvöld.

Fyrirlesturinn bar yfirskriftina "Lessons from Iceland: A Nation Striving to Punch Above Its Weight in a Globalized World." Í upphafi hans sýndi Guðni klippu úr einu af leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi 2016 þar sem liðið tekur hið víðfræga víkingaklapp með stuðningsmönnum.

Fyrirlestur Guðna var sýndur í beinni útsendingu Youtube-síðu stjórnmálastofnunar Harvard Kennedy-skólans og var klippan af landsliðinu sýnd í útsendingunni. Ekki verður annað séð en að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, eigi höfundarréttinn að því efni og hefur því verið lokað fyrir upptöku af fundinum á Youtube.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×