Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. janúar 2018 11:15 Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. vísir/gva Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót en um er að ræða hundruð skjólstæðinga á barnsaldri sem hafa verið í hans umsjá og hefur Barnavernd Reykjavíkur hrundið af stað viðbragðsáætlun vegna málsins.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, viðurkennir að skoða þurfi dráttinn á málinu.Vísir/ErnirKæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Allan þennan tíma hefur maðurinn starfað á heimili fyrir börn og unglinga, yfirleitt á næturvöktum einn með börnunum. Kveðst hafa látið lögreglu vita að maðurinn starfi með börnum Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. Upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar en þá hafi verið óskað eftir gæsluvarðhaldi. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, segir viðbrögð lögreglu fráleit. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.Vísir„Sérstaklega þegar horft er til þess að 22. ágúst 2017 legg ég fram kæru fyrir hönd umbjóðanda míns þar sem það er tilgreint að maðurinn starfi með börnum og hvar hann starfi. Í desember eftir að ég var búinn að reka á eftir því að kæran yrði tekin til meðferðar þá eru umbjóðandi minn og ég boðaður í skýrslutöku til lögreglu og í skýrslutökunni ítreka ég það að það þurfi að ganga í málið, leita allra leiða til að afla sönnunargagna og jafnframt hafa það fast í huga að maðurinn er að starfa með börnum,“ segir Sævar Þór og bætir við að þannig sé ótækt að lögreglan beri fyrir sig að upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir piltinum að myndbandsupptökubúnaður væri á heimili mannsins sem hann á að hafa notað við verknaðinn. Sævar Þór segist hafa lagt áherslu á að lögreglan færi í aðgerðir strax til að kanna ásakanir um fleiri brot mannsins til hlítar. „Til dæmis með leitarheimild. Að það sem kom fram í skýrslutökunni væri á heimili mannsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót en um er að ræða hundruð skjólstæðinga á barnsaldri sem hafa verið í hans umsjá og hefur Barnavernd Reykjavíkur hrundið af stað viðbragðsáætlun vegna málsins.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, viðurkennir að skoða þurfi dráttinn á málinu.Vísir/ErnirKæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Athygli vekur að maðurinn er ekki handtekinn fyrr en 5 mánuðum síðar og barnaverndaryfirvöldum ekki gert viðvart fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Allan þennan tíma hefur maðurinn starfað á heimili fyrir börn og unglinga, yfirleitt á næturvöktum einn með börnunum. Kveðst hafa látið lögreglu vita að maðurinn starfi með börnum Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. Upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar en þá hafi verið óskað eftir gæsluvarðhaldi. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, segir viðbrögð lögreglu fráleit. Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins, gagnrýnir aðgerðarleysi lögreglu harðlega.Vísir„Sérstaklega þegar horft er til þess að 22. ágúst 2017 legg ég fram kæru fyrir hönd umbjóðanda míns þar sem það er tilgreint að maðurinn starfi með börnum og hvar hann starfi. Í desember eftir að ég var búinn að reka á eftir því að kæran yrði tekin til meðferðar þá eru umbjóðandi minn og ég boðaður í skýrslutöku til lögreglu og í skýrslutökunni ítreka ég það að það þurfi að ganga í málið, leita allra leiða til að afla sönnunargagna og jafnframt hafa það fast í huga að maðurinn er að starfa með börnum,“ segir Sævar Þór og bætir við að þannig sé ótækt að lögreglan beri fyrir sig að upplýsingar um vinnustað mannsins hafi ekki komið til skoðunar fyrr en rannsókn hófst í janúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom fram í skýrslutöku yfir piltinum að myndbandsupptökubúnaður væri á heimili mannsins sem hann á að hafa notað við verknaðinn. Sævar Þór segist hafa lagt áherslu á að lögreglan færi í aðgerðir strax til að kanna ásakanir um fleiri brot mannsins til hlítar. „Til dæmis með leitarheimild. Að það sem kom fram í skýrslutökunni væri á heimili mannsins,“ segir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30