Vilja ekki fisk með plast í maganum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 20:00 Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira
Barnaþing var haldið í Laugarnesskóla í dag og er það í fyrsta sinn sem slíkt þing er haldið í skólanum. Öll börn skólans tóku þátt og voru umhverfismál rædd fram og til baka. Börnin hafa áhyggjur af of mikilli plastnotkun og segja fullorðna þurfa að vera duglegri að ræða við þau um málefni samfélagsins. Í dag er alþjóðadagur barna og er hann haldinn í tilefni af afmælisdegi barnasáttmála sameinuðuþjóðanna. UNICEF á Íslandi hefur hvatt fjölmiðla, skóla og foreldra til að gefa börnum orðið þennan dag. Laugarnesskóli bauð því upp á Barnaþing skipulagt af krökkum í sjötta bekk. Krakkarnir telja að raddir sínar þurfi að heyrast oftar og hlusta þurfi betur á þau, þeirra skoðanir skipta máli fyrir framtíðina og þau eru að sjálfsögðu með réttindi sín á hreinu eftir daginn. „Að allir fái umhyggju, eigi góða fjölskyldu og mat, fái að fara í skóla og lifa góðu lífi,“ segir Þóranna Guðrún Hallgrímsdóttir, ein af börnunum sem skipulagði þingið. Þegar Katla Dögg Vilhjálmsdóttir, samstarfskona hennar á þinginu, er spurð út í hvað Barnasáttmálinn fjalli um liggur ekki á svari: „Börn og að allir eigi rétt á hreinu vatni, mat og því sem þarf á að halda og þannig,“ segir hún. Kristján var ánægður með daginn og sáttur við niðurstöður þingsins. „Það á að hlusta á börn betur og þau eiga að fá að stjórna meira,“ segir hann. Umhverfismálin voru mest rædd og augljóst að unga fólkið hefur áhyggjur af jörðinni og vilja gera betur. Kristján bendir á að þau hafi áhyggjur af plastinu í sjónum og menguninni frá farartækjunum. Þóranna bætir við að hún hafi stundum áhyggjur af umhverfinu. „Sérstaklega því það er mikið plast í sjónum. Svo förum við og borðum alla fiskana og það gæti verið plast í þeim ef þeir hafa borðað eitthvað. Það er ekki gott að borða fisk með plasti,“ benti hún á.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Sjá meira