Erlent

Grafa með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólki á lífi

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgunarfólk að störfum í Palu.
Björgunarfólk að störfum í Palu. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 832 eru látnir vegna hamfara í Indónesíu þar sem mikil flóðbylgju skall á borginni Palu eftir að jarðskjálfti að stærð 7,5 hafði riðið yfir síðastliðið föstudagskvöld.

Flóðbylgjan náði um sex metra hæð en það er haft eftir embættismönnum í Indónesíu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC.

Er talið að skjálftinn og flóðbylgjan hafi valdið eyðileggingu á mun stærra svæði en áður var talið en flóðbylgjan fór yfir eyjunni Sulawesi.

BBC segir björgunarfólk hafa grafið með höndunum einum saman í örvæntingarfullri leit að fólk á lífi. Eru margir taldir vera í rústum bygginga sem hrundu í borginni Palu í hamförunum.

Rauð krossinn telur að um 1,6 milljónir manna hafa fundið fyrir þessum hamförum. Björgunarfólk hefur átt erfitt með að komast á vettvang vegna þess að aurskriður hafa lokað vegum og brýr skemmdust í skjálftanum og þegar flóðbylgjan skall á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×