Sjá einnig: Aðgerðum lokið við Goðafoss
Maðurinn var fyrst fluttur með sjúkrabíl til Akureyrar. Þaðan fór hann áfram með þyrlunni, sem kölluð hafði út vegna slyssins, á Borgarspítalann í Reykjavík. Þyrlan lagði af stað frá Akureyri klukkan 17:14 í dag, að sögn Ásgeirs.
Ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu en hann er þó talinn mikið slasaður.
Aðgerðum við Goðafoss lauk um klukkan 15:30 í dag en tildrög slyssins eru enn óljós. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði fallið í ána en síðar kom í ljós að svo var ekki. Hann fannst í klettum við ána með höfuðáverka, að því er fréttastofa hafði eftir lögreglumanni á vettvangi í dag. Um var að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem þó tóku stuttan tíma.
Uppfært klukkan 18:22:
Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var með talsverða áverka á höfði, skerta meðvitund og talsvert lemstraður um líkamann þegar viðbragðsaðilar náðu til hans. Hann hafði fallið í klettum við vestanvert Skjálfandafljót, talsvert neðan við Goðafoss en féll aldrei í fljótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að maðurinn hefði verið með meðvitund þegar hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Maðurinn er á ferðalagi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni.