Engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá Félagsbústöðum í lok ágúst Sylvía Hall skrifar 7. október 2018 10:07 Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á því hve margar íbúðir eru í standsetningarferli þegar margir búa í mygluðum íbúðum. Vísir/Vilhelm Níutíu íbúðir voru í standsetningu í lok ágústmánaðar hjá Félagsbústöðum og engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá félaginu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, lagði fram fyrirspurn um hreyfingu á íbúðum Félagsbústaða og var þetta meðal þess sem kom fram í svari félagsins. Í fyrirspurninni óskaði Kolbrún eftir svörum varðandi fjölda íbúða sem losnuðu hjá félaginu á síðasta ári og ástæður þess, hve langur tími liði frá því að nýr leigjandi tæki við íbúð og hve margar íbúðir væru lausar hjá félaginu í ágúst og september. Í svari Félagsbústaða segir að 270 íbúðir komu til úthlutunar hjá félaginu á síðasta ári að milliflutningum meðtöldum, 173 almennar íbúðir, 60 þjónustuíbúðir aldraðra og 37 sértæk búsetuúrræði. Þá kom einnig fram að um 40% þeirra sem flytja úr íbúðum Félagsbústaða fara á almennan markað, 20% flytja í aðra íbúð á vegum félagsins og 10% fara annað eða eru bornir út úr íbúðum sínum. Furðar sig á fjölda íbúða í standsetningu þegar margir fá ekki viðgerðir Eftir að íbúðir losna eru þær standsettar að nýju og tekur standsetningarferlið að jafnaði 1-3 mánuði að sögn Félagsbústaða. Líkt og áður sagði voru um níutíu íbúðir í því ferli undir lok ágústmánaðar en að jafnaði eru þær íbúðir sem eru í standsetningarferli um sjötíu talsins hverju sinni. Þær voru því töluvert fleiri í ágúst. Þá furðaði Kolbrún sig á þessum svörum og segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi heimildir fyrir því að fólk sé látið búa í mygluðum íbúðum og fái ekki fullnægjandi viðgerðir. Hún segir marga hafa neyðst til þess að fara í dómsmál vegna slíkra mála. Kolbrún hefur lagt fram fyrirspurnir varðandi svör félagsbústaða og óskar eftir svörum hvers lags viðgerðir fari fram á þessum íbúðum og hve lengi þær munu standa yfir. Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Níutíu íbúðir voru í standsetningu í lok ágústmánaðar hjá Félagsbústöðum og engar íbúðarhæfar íbúðir á lausu hjá félaginu. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins, lagði fram fyrirspurn um hreyfingu á íbúðum Félagsbústaða og var þetta meðal þess sem kom fram í svari félagsins. Í fyrirspurninni óskaði Kolbrún eftir svörum varðandi fjölda íbúða sem losnuðu hjá félaginu á síðasta ári og ástæður þess, hve langur tími liði frá því að nýr leigjandi tæki við íbúð og hve margar íbúðir væru lausar hjá félaginu í ágúst og september. Í svari Félagsbústaða segir að 270 íbúðir komu til úthlutunar hjá félaginu á síðasta ári að milliflutningum meðtöldum, 173 almennar íbúðir, 60 þjónustuíbúðir aldraðra og 37 sértæk búsetuúrræði. Þá kom einnig fram að um 40% þeirra sem flytja úr íbúðum Félagsbústaða fara á almennan markað, 20% flytja í aðra íbúð á vegum félagsins og 10% fara annað eða eru bornir út úr íbúðum sínum. Furðar sig á fjölda íbúða í standsetningu þegar margir fá ekki viðgerðir Eftir að íbúðir losna eru þær standsettar að nýju og tekur standsetningarferlið að jafnaði 1-3 mánuði að sögn Félagsbústaða. Líkt og áður sagði voru um níutíu íbúðir í því ferli undir lok ágústmánaðar en að jafnaði eru þær íbúðir sem eru í standsetningarferli um sjötíu talsins hverju sinni. Þær voru því töluvert fleiri í ágúst. Þá furðaði Kolbrún sig á þessum svörum og segir þetta skjóta skökku við í ljósi þess að hún hafi heimildir fyrir því að fólk sé látið búa í mygluðum íbúðum og fái ekki fullnægjandi viðgerðir. Hún segir marga hafa neyðst til þess að fara í dómsmál vegna slíkra mála. Kolbrún hefur lagt fram fyrirspurnir varðandi svör félagsbústaða og óskar eftir svörum hvers lags viðgerðir fari fram á þessum íbúðum og hve lengi þær munu standa yfir.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira