Mjúk væb norðan frá Grenivík Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Trausti byrjaði að gera takta mjög ungur eftir að hafa komist í hundlélegt forrit hjá bróður sínum og að syngja áður en hann vatt sér yfir í rappið. Nú gerir hann allt þrennt auk þess að taka sjálfan sig upp og mixa. lindamyndar.net Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega. Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Söngvarinn, rapparinn og upptökustjórinn Trausti býr og starfar norður á Grenivík. Hann gaf út plötuna Þrýstingur í byrjun mánaðar en þar snýr hann tökkum, rappar og syngur sjálfur. Með honum á plötunni eru nokkrir góðir gestir – Arnar úr Úlfur Úlfur til dæmis og má kannski segja að Trausti sé falinn demantur í rappsenunni íslensku. „Ég er bara niðri í kjallara að gera taktana og líka að taka mig upp. Ég tek sjálfan mig sem sagt upp og mixa líka og mastera,“ segir Trausti og jánkar því hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvort það sé ekki bara friður og ró og lítið um truflanir við að taka upp tónlist fyrir norðan. „Þegar ég var í sjötta eða sjöunda bekk þá var bróðir minn með eitthvert eldgamalt forrit sem heitir Mixcraft eða álíka – þar gat maður gert takta. Þetta voru alls engir hiphop-taktar heldur bara eitthvert prump en þarna kynntist ég því að setja saman hljóð og öllu sem því fylgir. Ég var bara að dunda mér við þetta þangað til svona í byrjun 2016, þá fór ég að taka þetta af alvöru og læra hvernig ég gæti gert tónlist og látið hana hljóma betur. Ég byrjaði fyrst að rappa með strákum sem ég var með í grunnskóla eftir að ég hitti þá aftur eftir langa fjarveru á Akureyri. Við byrjuðum að taka upp og svona. Ég var alltaf mikið að skrifa texta en byrjaði að rappa í byrjun 2017 – ég hafði meira verið að syngja fram að því. Núna er ég byrjaður að blanda þessu öllu saman,“ segir Trausti.Þó að Trausti sé í góðu yfirlæti í kjallaranum á Grenivík að taka upp tónlist gekk það ekki þrautalaust fyrir sig að koma plötunni út. „Fyrir svona einu ári var ég búinn að klára alveg slatta af lögum, en harði diskurinn eyðilagðist og þau lög eyddust öll út. Þannig að ég þurfti að gera plötuna alveg upp á nýtt. Það sem ég ákvað hins vegar að gera, í stað þessa að hætta bara við, var að gera alla taktana upp á nýtt en nota sömu textana og í glötuðu lögunum. Þannig að á plötunni er helmingurinn af lögunum tekinn upp aftur og svo er sirka helmingurinn alveg ný lög.“ Tónlistin á plötunni er mjög fjölbreytt en Trausti segir að „væbið sé mjúkt“ en annars sé hún raunar út um allt tónlistarlega séð. „Planið er að halda áfram að taka upp tónlist og vinna með fólki sem hefur áhuga á því að gera góða tónlist. Ég ætla kannski að spila eitthvað – ég ætla að fara að reyna að gera meira af því plögga.“ Blaðamaður spyr hvort það sé ekki aukin eftirspurn eftir því að vinna með Trausta eftir að platan kom út og hann játar því og bætir við að hann sé nú þegar að vinna með mjög mörgum aðilum og að það séu alls konar hlutir væntanlegir bráðlega.
Birtist í Fréttablaðinu Grýtubakkahreppur Tónlist Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira