Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 20:24 Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“ Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Áhöld eru um hvort íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Árborgar sé lögleg. Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kemur fram að kjörseðill í kosningunum sé ógildur taki kjósandi ekki afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Bæjarstjórn Árborgar sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem leiðrétting er gerð á framkvæmd íbúakosninganna sem verður eftir tvo daga. Í kynningarblaði, sem borið var í hvert hús í sveitarfélaginu, kom fram að „svara yrði báðum spurningunum kjörseðilsins og að ef aðeins annarri þeirra yrði svarað teldist kjörseðillin ógildur.“ Í tilkynningu bæjarstjórnar í dag kemur fram að upplýsingarnar í kynningarblaðinu séu ekki réttar og að kjósendur geti kosið að svara eingöngu annarri spurningunni án þess að slíkt valdi eitt og sér ógildi kjörseðilsins. Ástæðan fyrir því að leiðréttingin var send út var vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og reyna þvinga fram afstöðu kjósandans í kosningu sem var knúin fram með undirskriftarsöfnun í vor. Íbúakosningin á laugardag snýst um breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæ Árborgar en mikil ólga er meðal íbúa um hvernig bæjaryfirvöld hafa ráðstafað svæðinu og hvernig staðið hefur verið að íbúakosningunni. Sigtún þróunarfélag fékk svæðið til uppbyggingar án útboðs og ætlar félagið að byggja upp miðbæinn með endurbyggingu húsa víðsvegar af á landinu sem horfin eru af sjónarsviðinu.Neitar fyrir að brjóta á tjáningarfrelsi kjósenda Málið er hápólitískt og var eitt af aðalkosningamálunum í sveitarstjórnarkosningunum í vor en fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætli ekki kjósa með breyttu skipulagi. Forseti bæjarstjórnar í Árborg, Helgi S. Haraldsson, segir íbúakosningar á laugardaginn hafa verið undirbúnar vel og vandlega. „Þetta er raunverulega fyrsta alvöru íbúakosningin sem getur orðið bindandi ákvörðun og það var mat manna og yfirkjörstjórnar að benda á þetta þannig að það væri öruggt að þetta væri rétt.“ Aðspurður hvort að bæjarstjórnin hafi sent tilkynninguna á þeim forsendum að þau sjái fram á að brjóta á tjáningarfrelsi eða kosningarétti þeirra sem koma til með að kjósa á laugardaginn svarar Helgi: „Alls ekki, það var bara mat yfirkjörstjórnar okkar að þetta væru tvær spurningar og það mætti svara þeim á hvorn hátt fyrir sig eða skila inn auðu.“
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Einar Bárðarson vill verða bæjarstjóri í Árborg Einar Bárðarson er á meðal þeirra sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri Árborgar. 12. júlí 2018 21:32