Þórhildur segir ríkisstjórnina nánast verðlauna Braga fyrir vonda hegðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 16:11 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefnar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir kvartanir. vísir/valli Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana. Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega framgöngu ríkisstjórnarinnar í máli Braga Guðbrandssonar, sem í skugga ásakana frá barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu, sækist eftir kjöri til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Þórhildur Sunna fór með kraftmikla ræðu í stjórnmálaþættinum Silfrinu í morgun. Hún tók mið af lista Transparency International, sem sýnir að Ísland er spilltast allra Norðurlanda, þegar hún sagði að þegar fólk í efstu lögum samfélagsins þyrfti ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segist vita hvers vegna við færust neðar á lista um spillingu. Æðstu ráðamenn þurfi ekki að óttast afleiðingar gjörða sinna.Vísir/AntonÍ frétt Ríkisútvarpsins þann 23. nóvember 2017 kom fram að Bragi hafi verið sakaður um óeðlileg afskipti af málum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu leituðu til Velferðarráðuneytisins vegna þessa og var ráðuneytinu sent formlegt kvörtunarbréf vegna Braga. „Við erum að horfa á Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndarstofu, hann er búinn að sitja undir ítrekuðum kvörtunum frá barnaverndarnefndum sem eru að vinna með honum um ófagleg vinnubrögð, um óeðlileg afskipti, mjög vandræðaleg og erfið mál fyrir hann. Og honum er verðlaunað fyrir það með því að senda hann til barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna og Ísland ætlar í kosningabaráttu fyrir þennan mann til að taka þátt í barnaréttarstarfi Sameinuðu þjóðanna,“ segir Þórhildur Sunna í þættinum. Menn sem fari fyrir mikilvægum embættum séu „nánast verðlaunaðir“ fyrir að brjóta reglurnar. Útspilið í máli Braga sé til þess fallið að „losa hann úr þessu vandamáli“. Þórhildur Sunna segir að það sé hvorki eftirfylgni né afleiðingar þegar um meint brot æðstu ráðamanna séu að ræða. „Það gildir ekki um hina og þetta finnst mér vera stærsta vandamálið,“ segir Þórhildur Sunna.Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, tilkynnti formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur um fyrirhugaðar breytingar.Vísir/EyþórÍ tilkynningu sem barst fréttastofu frá Velferðarráðuneytinu á föstudag var sagt frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt að sækjast eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu Þjóðanna. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi verið valinn til þess að vera í kjöri til nefndarinnar. Í tilkynningunni segir ennfremur: „Staða Braga sem frambjóðanda Íslands er talin sterk vegna áratuga reynslu hans af málaflokknum og þátttöku í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.“ Sama dag og þetta var tilkynnt fundaði Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, með formönnum barnaverndarnefnda Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs og kynnti breytingar sem til stendur að ráðast í til þess að byggja upp traust innan málaflokksins. Formenn þessara barnaverndarnefnda leituðu til Velferðarráðuneytisins síðastliðið haust, sem fyrr segir, vegna samskipta við Braga Guðbrandsson og lögðu fram umkvartanir. Að sögn ráðherra er breytingunum ætlað að endurheimta traust í kjölfar þessara umkvartana.
Tengdar fréttir Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00 Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00 Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Bragi í leyfi frá Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu sækist eftir sæti fyrir Íslands hönd í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. 23. febrúar 2018 12:00
Ber Braga þungum sökum Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. 24. nóvember 2017 12:00
Boða breytingar á sviði barnaverndar Eftirlit með öllu barnaverndarstarfi í landinu verður endurskoðað og ráðist í heildarendurskoðun barnaverndarlaga. 23. febrúar 2018 10:20