Gargandi eftirspurn eftir húsnæði knýr ólöglega búsetu áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. desember 2018 14:35 Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. FBL/Auðunn Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Slökkviliðið hefur ekki mannafla til að ráðast í aðgerðir vegna fjölda þeirra sem búa í ólöglegu íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að minnst um þrjú þúsund og sex hundruð manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar af ellefu hundruð í Hafnarfirði. Bara toppurinn á ísjakanum segir sviðsstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Fréttablaðið fjallar um málið í dag en í samtali við fréttastofu segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri hjá slökkviliðinu að staðan hafi verið kortlögð í fyrra en málið er ekki til sérstakrar skoðunar sem stendur. „Við erum ekki að því, bara höfum ekki mannafla til þess. Við skoðuðum náttúrlega skráningar, lögheimilisskráningar og símaskráningar. Við sjáum það náttúrulega á Já.is ef einstaklingar eru skráðir í atvinnuhúsnæði, þá er það vísbending um búsetu.“ Af höfuðborgarsvæðinu búa hlutfallslega flestir í ólöglegum búsetuformum í Hafnarfirði. „Það virðist vera hlutfallslega mikið þar. En í heildina á höfuðborgarsvæðinu er þetta áætlað út frá lögheimilisskráningum, þar eru um 3600 manns. Það getur verið mikil skekkja í þessu en ólíklegt að það sé færra heldur en það.“ Hann segir áhyggjuefni að svo margir búi við þessar aðstæður og kveðst ekki vita til þess hvort málið sé í einhverju ferli hjá sveitarfélögunum. Allir viti af ólöglegu búsetunni og þótt slökkviliðið einbeiti sér að eldvörnum og öryggi séu þau mál bara toppurinn á ísjakanum. „Það er bæði þónokkuð um eldra atvinnuhúsnæði sme er kannski erfitt að nýta, erfitt að leigja og ólöglegt að selja. Á sama tíma er bara gargandi eftirspurn eftir húsnæði,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira