Segir Rabiot vera að „kaupa frelsi sitt“ frá PSG Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2018 12:30 Adrien Rabiot stendur í stappi við PSG. getty/Srdjan Stevanovic Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira