Innlent

Ákærður fyrir nauðgun á Suðurlandi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni.
Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni.
Héraðsaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun árið 2017. Manninum er gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis og vilja með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung.

Í ákæru segir að maðurinn hafi meðal annars káfað á kynfærum hennar innanklæða og stungið minnst einum fingri inn í leggöng hennar. Þá hafi hann haft samræði við hana um leggöng þrátt fyrir ítrekaðar mótbárur og neitun.

Af þessu hlaut konan eymsli á kynfærum og stóran marblett á innanverðu vinstra hné.

Konan fer fram á þrár milljónir króna í miskabætur. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×