Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2018 19:15 Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar. Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar.
Dómsmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira