Aðeins einu máli verið vísað til lögreglunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. desember 2018 06:15 Embætti Landlæknis hefur aðeins vísað einu máli til lögreglu á síðustu þremur árum vegna gruns um misferli læknis með fíknilyf. Fréttablaðið/Anton Brink Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira