Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. janúar 2018 06:00 Enn hefur enginn skilað inn framboði í oddvitasætið. Vísir/Pjetur Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem Fréttablaðið ræddi við og hafa áhuga á framboði eru sammála um að eins konar störukeppni standi yfir og menn bíði eftir framboðsyfirlýsingum hver frá öðrum. Áslaug María Friðriksdóttir, sitjandi borgarfulltrúi, hefur þegar lýst því yfir að hún gefi kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon er sagður hringja mikið í flokksfélaga sína þessa dagana en Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér. Margir þeirra sem orðaðir eru við framboð eru búsettir utan borgarinnar eða hafa reynslu af sveitarstjórnarpólitík utan Reykjavíkur. Meðal þeirra eru Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í Árborg, sem er nú sterklega orðaður við framboð; Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, sem búsett er í Kópavogi og Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður læknamiðstöðvarinnar Klíníkurinnar og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Suðurkjördæmis, hefur einnig legið undir feldi frá því fyrir jól. „Ég hef mjög mikinn áhuga á borgarmálum, það er ekkert leyndarmál,“ segir Eyþór aðspurður um framboð en vill þó ekki upplýsa um áform sín. Halla Tómasdóttir játar því aðspurð að hafa fengið fjölda áskorana um framboð en segist lítið leiða hugann að framboðsmálum. Ásdís Halla þykir hafa sýnt á sér nýja og ferska hlið með útgáfu bókarinnar Tvísaga og Unnur Brá þótti standa sig afar vel sem forseti Alþingis þrátt fyrir að það hafi ekki skilað henni nægilega ofarlega á lista til að ná kjöri í nýafstöðnum þingkosningum. Margir nefna einnig nafn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra hjá Isavia og formanns Ungmennafélagsins Fjölnis. „Ég held að það sé verið að hringja í voða marga og það hefur verið hringt í mig,“ segir Jón Karl aðspurður um framboð. „Þetta eru stórar ákvarðanir sem hefðu miklar breytingar í för með sér,“ segir Jón Karl en útilokar ekki framboð. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, hafa bæði verið nefnd sem oddvitaefni fyrir borgina. Svanhildur hefur þegar lýst því yfir að hún ætli sér ekki fram. Borgar Þór Einarsson vildi ekki tjá sig um framboð. Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður menntamálaráðherra í tíð Illuga Gunnarssonar, er einnig sögð hafa áhuga á borgarmálunum en fylgja Áslaugu Friðriksdóttur að málum. Þá hefur Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir mjög verið orðuð við endurkomu í borgarmálin ýmist fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Viðreisn. Kunnugir segja hana þó njóta sín mjög í atvinnurekstri sínum og telja hana ólíklega í framboð. Ákvörðun Varðar um leiðtogakjör og valnefnd fyrir önnur sæti listans var umdeild. Þeir sem mótmæltu henni töldu leiðina ólýðræðislega. Forysta Varðar taldi hana hins vegar nauðsynlega til að auka breidd og komast hjá einsleitni sem hafi einkennt lista flokksins í borginni undanfarin kjörtímabil.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira