Símahrekkirnir saklaust grín en mögulegt er að nota tæknina í annarlegum tilgangi Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 3. janúar 2018 20:39 Fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á símhrekkjum úr sérstöku smáforriti undanfarna daga. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust beri ávallt að hafa varann á þegar símtöl berast úr gervinúmerum. Þannig séu dæmi um að fjármunum og persónuupplýsingum sé stolið af fólki með slíkum hætti. Símtöl af þessu tagi hafa borist í síma nokkuð margra Íslendinga undanfarna daga. Hér er þó ekki um að ræða raunverulega manneskju á hinni línunni heldur einfalt hrekkjaforrit, sem notið hefur talsverðra vinsælda. Forritið er nokkuð skaðlaust og virðist ekki búa annar tilgangur að baki en gott grín. Þannig velur hrekkjalómurinn hljóðbrot, slær inn númer þess sem hrekkja skal og forritið velur svo erlent númer af handahófi sem birtist á skjá fórnarlambsins.Óheimilt að blekkja með þessum hætti Samkvæmt reglum um fyrirkomulag númerabirtingar er hins vegar óheimilt að nota röng númer í þeim tilgangi að blekkja móttakanda símtals og hrekkir af þessu tagi því líklega reglubrot. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust í þessu tilfelli megi einnig nota slíka tækni í afar annarlegum tilgangi. Dæmi séu um það hérlendis að hringd séu gervisímtöl sem líti út fyrir að vera úr númerum tiltekinna fjármálafyrirtækja. „Þannig að þegar þú sérð á númerabirtingunni eitthvað númer þá er það frá þessu fjármálafyrirtæki og í viðkomandi tilviki var beðið um að gefa upp kreditkortanúmer og svo framvegis, undir því yfirskini að viðkomandi ætti að fá endurgreiðslu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Erfitt að verjast nýrri tækni Hrafnkell segir fjarskiptafyrirtæki reyna að verjast símhringingum úr fölskum númerum. Eftir að símtöl hættu að vera mestmegnis um landlínu og ný tækni færðist inn á sjónarsviðið hafi það hins vegar orðið sífellt erfiðara. „Í dag þegar þú ert kominn með miklu fjölbreyttari tækni, einnig þessa svokölluðu ip-tækni, þá er mjög erfitt að verjast því í öllum tilvikum.“ Hann segir því fulla ástæðu til að hafa varann á ef grunsamleg símtöl berast. Þá eigi aldrei að gefa upp upplýsingar á borð við kreditkorta- eða reikningsnúmer þegar hringt er að fyrra bragði. „Og svo geta verið aðrar persónulegar upplýsingar, lykilorð og annað, sem fólk á aldrei að gefa upp ef það berast einhver skilaboð eða hringing af fyrra bragði, sem það í raun og veru veit ekki upprunann á.“ Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á símhrekkjum úr sérstöku smáforriti undanfarna daga. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust beri ávallt að hafa varann á þegar símtöl berast úr gervinúmerum. Þannig séu dæmi um að fjármunum og persónuupplýsingum sé stolið af fólki með slíkum hætti. Símtöl af þessu tagi hafa borist í síma nokkuð margra Íslendinga undanfarna daga. Hér er þó ekki um að ræða raunverulega manneskju á hinni línunni heldur einfalt hrekkjaforrit, sem notið hefur talsverðra vinsælda. Forritið er nokkuð skaðlaust og virðist ekki búa annar tilgangur að baki en gott grín. Þannig velur hrekkjalómurinn hljóðbrot, slær inn númer þess sem hrekkja skal og forritið velur svo erlent númer af handahófi sem birtist á skjá fórnarlambsins.Óheimilt að blekkja með þessum hætti Samkvæmt reglum um fyrirkomulag númerabirtingar er hins vegar óheimilt að nota röng númer í þeim tilgangi að blekkja móttakanda símtals og hrekkir af þessu tagi því líklega reglubrot. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að þó grínið sé saklaust í þessu tilfelli megi einnig nota slíka tækni í afar annarlegum tilgangi. Dæmi séu um það hérlendis að hringd séu gervisímtöl sem líti út fyrir að vera úr númerum tiltekinna fjármálafyrirtækja. „Þannig að þegar þú sérð á númerabirtingunni eitthvað númer þá er það frá þessu fjármálafyrirtæki og í viðkomandi tilviki var beðið um að gefa upp kreditkortanúmer og svo framvegis, undir því yfirskini að viðkomandi ætti að fá endurgreiðslu,“ segir Hrafnkell V. Gíslason forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.Erfitt að verjast nýrri tækni Hrafnkell segir fjarskiptafyrirtæki reyna að verjast símhringingum úr fölskum númerum. Eftir að símtöl hættu að vera mestmegnis um landlínu og ný tækni færðist inn á sjónarsviðið hafi það hins vegar orðið sífellt erfiðara. „Í dag þegar þú ert kominn með miklu fjölbreyttari tækni, einnig þessa svokölluðu ip-tækni, þá er mjög erfitt að verjast því í öllum tilvikum.“ Hann segir því fulla ástæðu til að hafa varann á ef grunsamleg símtöl berast. Þá eigi aldrei að gefa upp upplýsingar á borð við kreditkorta- eða reikningsnúmer þegar hringt er að fyrra bragði. „Og svo geta verið aðrar persónulegar upplýsingar, lykilorð og annað, sem fólk á aldrei að gefa upp ef það berast einhver skilaboð eða hringing af fyrra bragði, sem það í raun og veru veit ekki upprunann á.“
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira