Segir afleitt að ríkið leiði verðbólguna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2018 20:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00