Litarmengunin var frá Málningu hf. á Dalvegi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Farmur gekk til í flutningabíll á lóð Málningar hf. á Dalvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira