Ungur sonur leiðtoga hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, er látinn.
Fréttaveitur ISIS staðfestu í dag að Huthaifa al Badri, sonur Abu Bakars al Baghdadi, hefði fallið í átökum við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn í Homs héraði í Sýrlandi.
Ekki er vitað hvað drengurinn var gamall en af myndum af dæma var hann vart kominn á unglingsár. Þrátt fyrir það hafði hann hlotið herþjálfun og var að sögn hluti af sérsveit.
Vígasveitir ISIS hafa verið hraktar frá nær öllum svæðum sem samtökin stjórnuðu en stunda áfram skæruhernað í Sýrlandi og Írak.
Leiðtogi þeirra, Abu Bakar al Baghdadi, hefur ítrekað verið talinn af. Nýjustu fregnir herma að hann sé særður en á lífi. Eiginkona hans og dóttir voru teknar höndum í Líbanon fyrir nokkrum árum.
Ungur sonur leiðtoga ISIS féll fyrir hendi Rússa

Tengdar fréttir

Telja Baghdadi á lífi
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna telja að leiðtogi Íslamska ríkisins sé í felum í eyðimörkinni á milli Írak og Sýrlands.

Baghdadi særðist alvarlega í árás í maí
Hann er nú sagður vera í Sýrlandi, við landamæri Írak, og í slæmu ástandi bæði líkamlega og andlega.

Herja nú á ISIS í eyðimörkinn
Írakski herinn og sveitir sjálfboðaliða hafa nú hafið sókn gegn Íslamska ríkinu í strábýlli eyðimörk Írak.