Sampaoli hættur með Argentínu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:00 Sampaoli á hliðarlínunni í leik Íslands og Argentínu í Moskvu Vísir/Getty Jorge Sampaoli hefur vikið úr starfi landsliðsþjálfara Argentínu. Hann yfirgefur starfið eftir að hafa komist að sameiginlegu starfslokasamkomulagi við argentínska knattspyrnusambandið. Argentína átti nokkuð stormasamt mót á HM í Rússlandi og stóð liðið alls ekki undir væntingum. Argentína byrjaði mótið á 1-1 jafntefli við Ísland, sem var alls ekki ásættanleg niðurstaða fyrir þá argentínsku þó við Íslendingar höfum fangað henni. Þeir voru sundurspilaðir af Króötum í öðrum leik sínum og voru einu íslensku sigurmarki á lokamínútum lokaumferðar riðlakeppninnar frá því að detta úr keppni eftir riðlakeppnina. Íslenska liðið tapaði hins vegar fyrir Króötum svo sigur Argentínu á Nígeríu dugði þeim í 16-liða úrslitin þar sem þeir voru slegnir út af Frökkum, sem áttu eftir að fara alla leið og vinna keppnina. Sampaoli vildi halda áfram í starfi fram yfir Suður-Ameríkukeppnina árið 2019 en forráðamenn argentínska knattspyrnusambandsins vildu ekki hafa Sampaoli áfram við stjórnina. Sampaoli fær eina milljón punda frá sambandinu í starfslokasamningnum sem er töluverð launalækkun þar sem hann hefði fengið samtals 7,8 milljónir punda í laun þau fjögur ár sem eftir voru á samningi hans. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Sampaoli eins og blindur maður í skotbardaga“ Tim Vickery, sparkspekingur Sky Sports um fótboltann í Suður-Ameríku, segir að leikmenn Argentínu stýri öllu hjá liðinu. Það geri ekki þjálfarinn Jorge Sampaoli. 27. júní 2018 15:30 Sampaoli: Ég kem sterkari til baka Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, segir að hann muni koma til baka sterkari eftir tap Argentínu gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum HM. 1. júlí 2018 08:00 Ekki gott að vera argentínskur þjálfari á þessu HM Argentínski þjálfarinn Jorge Sampaoli var afar pirraður og fúll yfir úrslitunum á móti Íslandi í fyrsta leik Argentínumanna á HM í Rússlandi en það hefur gengið enn verr hjá löndum hans. 20. júní 2018 12:30 Fær að heyra það frá miklu fleirum en Maradona: „Hann veit ekki hvað hann er að gera“ Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, var skák á mát á móti íslenska landsliðinu á HM í fótbolta í Rússlandi og ekki batnaði staðan hans eftir stórtap í öðrum leiknum á móti Króatíu. 25. júní 2018 11:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
Jorge Sampaoli hefur vikið úr starfi landsliðsþjálfara Argentínu. Hann yfirgefur starfið eftir að hafa komist að sameiginlegu starfslokasamkomulagi við argentínska knattspyrnusambandið. Argentína átti nokkuð stormasamt mót á HM í Rússlandi og stóð liðið alls ekki undir væntingum. Argentína byrjaði mótið á 1-1 jafntefli við Ísland, sem var alls ekki ásættanleg niðurstaða fyrir þá argentínsku þó við Íslendingar höfum fangað henni. Þeir voru sundurspilaðir af Króötum í öðrum leik sínum og voru einu íslensku sigurmarki á lokamínútum lokaumferðar riðlakeppninnar frá því að detta úr keppni eftir riðlakeppnina. Íslenska liðið tapaði hins vegar fyrir Króötum svo sigur Argentínu á Nígeríu dugði þeim í 16-liða úrslitin þar sem þeir voru slegnir út af Frökkum, sem áttu eftir að fara alla leið og vinna keppnina. Sampaoli vildi halda áfram í starfi fram yfir Suður-Ameríkukeppnina árið 2019 en forráðamenn argentínska knattspyrnusambandsins vildu ekki hafa Sampaoli áfram við stjórnina. Sampaoli fær eina milljón punda frá sambandinu í starfslokasamningnum sem er töluverð launalækkun þar sem hann hefði fengið samtals 7,8 milljónir punda í laun þau fjögur ár sem eftir voru á samningi hans.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Sampaoli eins og blindur maður í skotbardaga“ Tim Vickery, sparkspekingur Sky Sports um fótboltann í Suður-Ameríku, segir að leikmenn Argentínu stýri öllu hjá liðinu. Það geri ekki þjálfarinn Jorge Sampaoli. 27. júní 2018 15:30 Sampaoli: Ég kem sterkari til baka Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, segir að hann muni koma til baka sterkari eftir tap Argentínu gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum HM. 1. júlí 2018 08:00 Ekki gott að vera argentínskur þjálfari á þessu HM Argentínski þjálfarinn Jorge Sampaoli var afar pirraður og fúll yfir úrslitunum á móti Íslandi í fyrsta leik Argentínumanna á HM í Rússlandi en það hefur gengið enn verr hjá löndum hans. 20. júní 2018 12:30 Fær að heyra það frá miklu fleirum en Maradona: „Hann veit ekki hvað hann er að gera“ Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, var skák á mát á móti íslenska landsliðinu á HM í fótbolta í Rússlandi og ekki batnaði staðan hans eftir stórtap í öðrum leiknum á móti Króatíu. 25. júní 2018 11:30 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Sjá meira
„Sampaoli eins og blindur maður í skotbardaga“ Tim Vickery, sparkspekingur Sky Sports um fótboltann í Suður-Ameríku, segir að leikmenn Argentínu stýri öllu hjá liðinu. Það geri ekki þjálfarinn Jorge Sampaoli. 27. júní 2018 15:30
Sampaoli: Ég kem sterkari til baka Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, segir að hann muni koma til baka sterkari eftir tap Argentínu gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum HM. 1. júlí 2018 08:00
Ekki gott að vera argentínskur þjálfari á þessu HM Argentínski þjálfarinn Jorge Sampaoli var afar pirraður og fúll yfir úrslitunum á móti Íslandi í fyrsta leik Argentínumanna á HM í Rússlandi en það hefur gengið enn verr hjá löndum hans. 20. júní 2018 12:30
Fær að heyra það frá miklu fleirum en Maradona: „Hann veit ekki hvað hann er að gera“ Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, var skák á mát á móti íslenska landsliðinu á HM í fótbolta í Rússlandi og ekki batnaði staðan hans eftir stórtap í öðrum leiknum á móti Króatíu. 25. júní 2018 11:30